19.7.2009 | 22:33
Hugsa lögreglumenn?????
Ég get nú ekki orða bundist eftir að hafa hlustað á lýsingu á eftirför logreglunnar á gráu Yarisbifreiðinni sem stolið var meðan eigandinn var inni að borga fyrir bensínáfyllinguna! Sex lögreglubílar og mótorhjól elta frávita mann sem ekur á allt að 160 km hraða áleiðis upp í Hvalfjörð. Eltingaleiknum líkur með að lögreglubíll keyrir á fórnarlambið til að þvinga það út af veginum. Yarisinn ónýtur og þjófurinn á slasaður á sjúkrahúsi. Þetta er ekki fyrsta slysið sem lögreglan veldur með heimskulegri eftirför á manni sem augljóslega er vitstola. Ég minnist svipaðs eltingaleiks fyrir nokkrum árum sem endaði með dauða þriggja - þar af tveggja alsaklausra vegfarenda, vegna algers hugsunarleysis lögreglunnar. Það er ekkert til sem réttlætir eða afsakar þessa aðferðarfræði og það ætti að gefa öllum lögreglumönnunum sem þátt tóku - og lögreglustjóranum í Reykjavík áminningu og senda þá í endurhæfingu og kenna þeim að hugsa!
Það er ekki allt fengið með að góma þjófinn - stundum á að bíða betra færis!
Þetta skekur hug minn því hér á ég um sárt að binda!
Ragnar Eiríksson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ragnar Eiríksson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað átti lögreglan að gera Ragnar? Bíða eftir því að maðurinn/bílþjófurinn sem greinilega var undir áhrifum efna, klessti á saklaust fólk og dræpi það?
Svona eftirför er ekki heimskuleg. Hún er skiljanleg og ekkert annað í stöðunni en að stoppa manninn!!!
Katrín Linda Óskarsdóttir, 19.7.2009 kl. 23:27
Hér gildir það trúlega að það er ekki hægt að gera ekkert!
Flosi Kristjánsson, 19.7.2009 kl. 23:44
Sammála Katrínu, hvað var eigandinn að hugsa. Að vera svo vinsamlegur að skilja eftir lykla og veski í bíl og "kalla" á þjófa. Kaskóið nær a.m.k. ekki yfir svona tjón fyrir eigandann, en hefði þurft að borga tjón sem hann veldur.
Guðmundur Jónsson, 19.7.2009 kl. 23:45
Ragnar gerðu mér greið hlauptu á vegg.
Þorsteinn Ágústsson (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 00:07
Alltaf gáfulegt að kenna fórnarlömbum glæpa um afbrotin, Guðmundur.
Halldóra (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 01:38
Maðurinn kunni augljóslega að keyra - keyrði úr Reykjavík og fyrir allan Hvalfjörðinn - hann hafði ekki valdið neinum slysum en blá ljós og sírennur sefa ekki óttann eða róa hugann, þvert á móti! Eftirförina átti að stoppa strax í mynni Hvalfjarðar eða fyrr og gefa manninum tækifæri til að hugsa! Þarna eru fleiri undankomuleiðir og nú var maðurinn þekktur - eigandi bílsins sagðist þekkja hann hvar sem væri? Slysið og eyðilegging bílsins skrifast alfarið á lögregluna.
Fyrir 13 árum skeði nákvæmlega það sama milli Hveragerðis og Selfoss - maður eltur úr Reykjavík til Selfoss á allt að 200 km hraða - hann náði að snúa við á Selfossi og ók svo á öfugum vegarhelmingi og rakst á bíl - allir dóu þar af einn bróðir minn. Það var lögreglunni að þakka og því að þeir hugsa ekki - eru bara í bílaleik!
Þorsteinn minn - ég svara ekki skætingi þínum, hann er þér ekki til sóma.
Flosi - þetta er einmitt staðan hans Geirs Haarde - "það er best að gera ekki neitt!" .
Það væri reyndar óskandi að yfirvöld, þar með talin logregluyfirvöld sýndu sama ákafa við að handsama alla þá þjófa og glæpamenn sem sett hafa þjóðina á hliðin - en þeir hafa sennilega hvítan flibba og bindi og engan hund hund með sér .
Katrín - maðurinn hafði keyrt um Reykjavík í marga klukkutíma án óhappa - var goðgá að fara varlega að honum! Þeir fara varlega að hvítflibbaþjófunum! Þess vegna var eftirförin, nema í byrjun heimskuleg og skaðleg sérstaklega eftir að úr þéttbýli var komið.
Þessi atburður hefur kostað mig andvökunótt og rifjað upp minningar sem ég á einna verstar - að fá fréttirnar og myndir gegnum sjónvarpið og þekkja bílflakið.
Ragnar Eiríksson, 20.7.2009 kl. 05:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.