Stjórnmálamenn - mútuţegar eđa jafnvel fórnarlömb??

Hart er í heimi,

hórdómur mikill

skeggöld og skálmöld

.............

Ég man nú ekki meira úr ţessari drápu en ţetta er líka nóg og lýsir ţeim Ragnarökum sem hér ganga yfir nokkuđ vel!

Eitt spillingarmál eđa hneykslismál á dag síđan hruniđ varđ er e.t.v. ofsagt en mörg eru ţau á ţeim 300 dögum sem liđnir eru frá hruninu.      Stćrsta hneyksliđ finnst mér alltaf vera hvernig Geir H. Haarde og reyndar öll ríkisstjórnin tók á málum strax eftir hruniđ - ţ.e. tók ekki á málum og sagđi og gerđi hluti sem betur hefđu veriđ ósagđir og ógerđir!     Ég var ekki einusinni sammála "Guđ blessi Ísland" hjá Geir - hann hefđi frekar átt ađ segja "Guđ hjálpi Íslandi"!!!!    En ţeir afleikir eru allir búnir og verđa ekki aftur teknir.     Nú eru hins vegar sífellt ađ koma upp ný og ný mál undan steinum sem ekki hefur mátt velta viđ og virđist sem markvisst hafi veriđ hindrađ ađ ţeim vćri velt viđ!     Síđasta máliđ á ţeim meiđi er STÓRA KAUPŢINGSMÁLIĐ -  glćrukynning á lánveitingum eđa lánastöđu stćrstu viđskiptavina Kaupţings rétt fyrir hrun - ţar sem búiđ er ađ setja lögbann á birtingu upplýsinga í RUV.    Reyndar er sagt ađ ţađ sé ađallega upplýsingarnar sem ekki hafa veriđ birtar og eru umfram ţađ sem birtist á www.wikileaks.org sem lögbann er sett á en ţađ eru sögusagnir enn.     Ţetta er ekki ólíklegt ţví eins og bloggarinn Sigríđur Lára Sigurjónsdóttir bendir á ( http:/siggaplebbi.blogspot.com/2009/08/login-sem-sysli-gleymdi.html ) ţá virđist ekki vera lagaforsenda fyrir lögbanninu - nema e.t.v. ađ hluta (ţađ eru ţarna upplýsingar um lántakendur sem eru ekki hluthafar).

Ţegar ég í dag rakst á athugasemd á blogginu ţar sem "skattmann" bendir á frétt af Vísi 21. apríl, 2008 um ađ stjórnmálamenn hafi fengiđ óeđlilega fyrirgreiđslu í bönkum fékk ég ađ mér fannst stađfestingu á ljótum grun - ađ stjórmálamenn hafi ţegiđ mútur.     Enn frekari stađfestingu fékk ég svo viđ lestur á bloggi Árna Snćvarrs í dag.    Ţar lýsir hann hvernig hann var rekinn af Stöđ 2 fyrir ađ ćtla ađ flytja fréttir af laxveiđiferđ Geirs H. Haarde ţá fjármálaráđherra í bođi Kaupţings.     Ekki trúi ég ađ Árni Snćvarr fari hér međ fleipur og ekki trúi ég heldur ađ Vísir - og reyndar DV líka hafi ekki bakgrunn til ađ skrifa eins og gert er um sérstaka lánafyrirgreiđslu til stjórnmálamanna, ćttingja ţeirra og forkólfa lífeyrissjóđa međal annarra.      Laxveiđiferđir, utanlandsferđir og stórveislur í bođi bankanna voru algengar benti einhver á.     Og ţá var nú oft "glatt á Hjalla" og ţá skeđur margt óvćnt.     Ţarna benti einhver bloggari á ađ "ţá voru teknar myndir"!!!!!!!!

Getur ţađ veriđ ađ íslenskir stjórnmálamenn og ráđherrar hafi ţegiđ mútur og ţađ sé jafnvel veriđ ađ kúga (blackmail) ţá til ađgerđarleysis međan veriđ er ađ sópa einhverju undir teppiđ??????

Mér finnst hreint ekki eđlilegt hve allar rannsóknir á spillingarmálum ganga hćgt og óvilji til ađgerđa er augljós.   Af hverju situr ríkissaksóknari í embćtti í óţökk allra?     Af hverju er sérstakur saksóknari nánast hćttur ađ anda og segir ađ fara verđi hćgt, t.d í ađ haldleggja eignir -  ég held meira ađ segja ađ hann hafi boriđ Steingrím fyrir ţví og Steingrímur var ţá nýbúinn ađ segja ađ hann skildi bara ekkert í af hverju heimildin vćri ekki notuđ!   Og loks í dag eru fjórir skilanefndarmenn, sem búiđ er ađ benda á í fleiri mánuđi ađ vćru vanhćfir látnir taka pokann sinn - en ekki vegna vanhćfis - nei sérţekking ţeirra var ekki nauđsynleg lengur!!!  

Ţađ má vel vera ađ hér sé of mikiđ sagt en tilefni til grunsemda eru ćrin og einkennilegt er ađ ţegar ţúsundum milljarđa er "stoliđ" skuli enginn ţjófur finnast!     Ţađ er ţyngra en tárum taki!

Ragnar Eiríksson 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Ragnar Eiríksson

Höfundur

Ragnar Eiríksson
Ragnar Eiríksson
Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband