Hver er munurinn á niðurfellingu skulda og kennitöluflakki?

Þó ég hafi nú nánast gefist upp á að blogga þar sem allt sem skeð hefur, hefur gengið svo fram af mér að ég er orðinn orðlaus, þá langar mig til að koma með eina eða tvær spurninga til þeirra sem vit hafa á!

Nýlega kom fram að Stím-feðgarnir væru að stofna nýtt félag/fyrirtæki á nýrri kennitölu og þangað flyttust eignir gamla félagsins en skuldirnar lægju eftir í gamla fyrirtækinu.    Þetta var að þeirra sögn gert með samþykki og velvild bankanna Nýja Landsbankans og Íslandsbanka.     Ég gef mér þá að þessir bankar séu kröfueigendur skuldanna í gamla félaginu. 

Hver er munurinn á að fella bara niður skuldirnar á þeim Stím-feðgum eða félaginu þeirra og því að láta þá stofna nýtt félag um eignirnar en gamla félagið, eignalaust og stórskuldugt fellur til bankanna við gjaldþrot????   Er einhver annar möguleiki í stöðunni?

Á ekki að ríkja jafnrétti og má ég þá ekki ætla að mér verði vel tekið í Landsbankanum þegar ég fer fram á að fá að skipta um kennitölu og flytja húseignina með mér en skilja lánin eftir á gömlu kennitölunni???   Svo eignast bankinn skuldina þegar "Ragnar gamli" borgar ekki af henni - þetta eru reyfarakaup fyrir hann því skuld er eign og þjóðin borgar - eða svoleiðis!

Nei - þetta er ekki fyndið - ég er bara gráti nær þegar ég velti þessu rugli fyrir mér!!      Eru virkilega nánast allir glæpamenn og þjófar í þessu guðsvolaða landi? 

 Ég var að lesa blöggfærslu Láru Hönnu "Draumsýn einfeldningsins, http://larahanna.blog.is/blog/larahanna

Sem vænta mátti er þar yfirgripsmikill fróðleikur m. a. um kennitöluflakk sem sérvaldir njóta.     Það sem fór þó mest fyrir brjóstið á mér er andsk. gorgeirinn í þeim Stím feðgum þar sem viðtalinu við Jakob lýkur á setningunni: "Jakob segir hins vegar að eftir kennitölubreytinguna standi rekstur félags þeirra feðga ágætlega þrátt fyrir allt" !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!  Allt hvað???!  

Ja hérna, gengur bara vel þegar búið er að fella niður 19 milljarða skuldir eða hvað það nú var og liðnir heilir 4 mánuðir.    Geta menn orðið æru- og ábyrgðar- og samviskulausari en þetta!!!!

Þvílíkt djöfuls ógeðs fólk þarna allt um kring!

 

Með kveðju til heiðarlegra íslendinga!

 Ragnar Eiríksson

 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ragnar, ég deili áhyggjum þínum og mér virðist sem enginn munur sé á niðurfellingu skulda og kennitöluflakki; ákvörðun um hvort sé valið virðist bara fara eftir því hver á í hlut. Hvað varðar jafnrétti og eða réttlæti, þá finnst mér lítið hafa farið fyrir því undanfarin misseri.

Og svo svelgdist ákveðnum stjórnmálaflokkum á að niðurfæra skuldir almúgans til þess tíma þegar öllum mátti verða ljóst hvað verða vildi, þ.e. til janúar 2008.

Réttlæti hvar? - Hvergi! (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 19:30

2 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Sæll "Réttlæti hvar - Hvergi"!

Kennitöluflakk virðist vera niðurfelling skulda í boði banka en hlýtur að vera á kostnað eigendanna - okkar allra!     Af hverju geta bankar gefið sumum fé og viðskiptaráðherra segir að það sé löglegt!     Það var sl. haust verið að tala um að hægt væri að ógilda ýmsa gerninga og millifærslur milli kennitalna langt aftur í tímann!    Nú virðist ekkert hægt að gera.      Það er ábyggilega árangursríkara fyrir einstakling að biðja við Grátmúrinn í Jerusalem  fremur en biðjst einhverrar vægðar í bönkunum - ég fæ reyndar pínu afslátt af lögfræðikosnaði ef ég borga á morgun!!! Bara pínu!    Ég hef ekki prófað Grátmúrinn - of langt að fara!

Kveðja,

Ragnar

Ragnar Eiríksson, 13.7.2009 kl. 22:47

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Stjórnsýslan er spillt, bankakerfið er ámóta spillt og það var fyrir hrunið og svo eru embættismenn bara strengjabrúður enda flestir heiladauðir

. Eftirlitskerfið er ónýtt og hefur aldrei verið ætlað til annars en að tryggja þjófum næði til athafna. Mútur hafa ekki sannast ennþá fremur en aðrir glæpir þó allir geri sér grein fyrir  að í svona spilltu umhverfi eru mútur ámóta eðlilegar og fóðurbætir handa mjólkurkúm.

Og svona til að koma manni í gott skap þá er Steingrímur Jarl Sigfússon af Gunnarsstöðum búinn að setja nýtt íslandsmet í pólitíkskum loddarabrögðum. Enginn mun nokkru sinni verða svo grandalaus héðan af að spyrja hann að því í alvöru hvort Þistilfjörður tilheyri Dalasýslu eða Norður-Þingeyjarsýslu.

Meira að segja tíkin okkar hún Tinna er orðin agndofa og vonleysið er inngreypt í svipmótið.

Árni Gunnarsson, 15.7.2009 kl. 17:42

4 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Sæll Árni minn!

Gaman að heyra í þér á ný - mér var úthýst af blogginu fyrir að skrifa ekkert í 3 mánuði - það var bara bókstaflega ekkert um að skrifa - eða svoleiðis!!!!!!

Það er náttúrlega alrangt að embættismenn séu heiladauðir - sjáðu bara Baldur vin okkar ráðun. stj., Jónas Fr. J., Davíð Oddson hinn minnisgóða og eftiráklóka, o.m.fl.   Allt menn með vit yfir meðallagi a.m.k. fjármálavit, rökfastir vel og vilja sannleikanum vel.

Ég vil ekkert níða á Steingrím - hann á mjög bágt og á enga kosti góða!   

Starfsemi bankanna er undarlegum lögmálum háð.     Þeir eru í eign okkar og allt sem þeir tapa verður á okkar herðar lagt.     Því er stórundarlegt að þeir geti samþykkt og lýst velþóknun á kennitökuflakki einstakra fyrirtækja/manna sem augljóslega er being tap fyrir þá og þar með okkur hina.     Þetta virðist aðallega vera þarna við Breiðarfjörð, eru ekki bæði Stím-feðgarnir og Zoffanias Cecilsson báðir þar?     En hvað um það - mér finnst að það hefði mátt reyna hvort ekki fengist eitthvað fyrir kvótann og jafnvel skipin, og svo eiga Stím-feðgarnir víst eitthvað erlendis sem sjálfsagt hefur verið fært á nýju kennitöluna líka.  

Það er vissulega erfitt að venja sig af vondum siðum!      Því er mér óskiljanlegt að ríkisstjórnin stoppar ekki upp í svona göt eins og kennitöluflakk sem hægt er að gera með einföldum lögum eða jafnvel bara reglugerðarbreytingu.     Það á ekki að vera heimilt í dag að bjarga einhverjum aumingjum sem spilað hafa rassinn úr buxunum eins og þessir menn hafa gert - það er einfaldlega bannað (móralskt!).  

En svo ég segi eins og er - fjandinn má eiga þetta allt saman, það verður engu bjargað héðan af!

Kveðja úr sveitinni

Ragnar

Ragnar Eiríksson, 16.7.2009 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ragnar Eiríksson

Höfundur

Ragnar Eiríksson
Ragnar Eiríksson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband