Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Setti Jón Landbúnaðarr. sápu í Eyjafjallajökul?!

Nú gýs Eyjafjallajökull eins og vitlaus væri - er það ekki grunsamlegt að Jón var fyrir austan í dag og svo er Bjarni Harðarson "nýkominn undan Eyjafjöllunum".    Skipulegt samsæri - Jón setur sápu í jökulinn og Bjarni kemur fáum tímum seinna undan fjöllunum, það verða nokkrir jarðskjálftar þarna  og þá byrjar að gjósa af þessum líka fítonskrafti.   Mér sýnist meira að segja farið að renna hraun frá gígnum samkvæmt hitamyndavélinni!    Kanske þeir hafi náð að breyta öskugosinu í hraungos sem væri til bóta fyrir bændur og flugumferð!!  


Ósvífnin á sér engin takmörk!

Ég var hættur að blogga sjáfstætt en tvær fréttir í gær, 2. maí og dag, 3. maí ganga svo fram af mér að ég get ekki orða bundist.

Í gær kom frétt um að Íslandsbanki hyggðist í fjármála-útrás til Ameríku að leiðbeina Bandaríkjamönnum um fjárfestingar í fiskveiðum/iðnaði og í fjárfestingum í jarðhita.  Þeir bankamenn eru nýbúnir að fá þann stimpil í nefndinni og frá erlendum manni í Silfri Egils að flest þeirra verk fyrir og eftir hrun hafi verið glæpaverk og nú ætla þeir í útrás með dýrðina.   Agnar Kr. Þorsteinsson skrifaði góðan pistil í gær um þessi mál og þarf raunar engu við hann að bæta nema lýsa hneykslun minni á ósvífni þessa siðlausa fólks.

Hin fréttin var um að fyrir seðlabankastjórn hefði verið lögð tillaga sem hækkaði laun seðlabankastjóra um 400.000 kr!!!      Hver leggur fram þessa  albrjáluðu tillögu sem fer gegn öllum þeim gildum sem reynt er að ná núna.    Það er engin skýring að Már hafi fengið miklu hærri laun erlendis - hann sótti um starf á Íslandi og fékk það, með kostum og göllum.   

Þetta sýnir að það þarf að hreinsa burtu allt þetta bankalið - það er sorinn í þjóðfélaginu, ekki bara mútuþægir stjórnmála- og embættismenn.

Ragnar Eiríksson


ALLSHERJARVERKFALL - bylting án blóðsúthellinga!

     Nú þarf að fara að bretta upp ermar því augljóst er að það er allt að fara til

fjandans.   Jóhanna og Gylfi sögðu nýverið að þau hefðu engin ráð til að hafa

áhrif á hvað SKILANEFNDIRNAR  annað bankafólk hefði í laun - nefndir og ráð

sem þau skipuðu.  Jóhanna sagðist vera "alveg hissa" þegar hún horfði á

sjónvarpið og frétti af  spillingunni og óstandinu í bönkunum!    Er hægt að

vera meira vanhæfur og ráðalaus en þessi ríkisstjórn virðist vera!      

 

ÞAÐ ER KOMINN TÍMI Á ÞETTA FÓLK en með venjulegum

aðferðum náum við engum árangri.

 

Eina færa leiðin til að gera byltingu án blóðsúthellinga er

ALLSHERJARVERKFALL!  Ef allir eru með mun það hrífa á 2-4 dögum.    Þetta er

ekki spurning um hverjir mega fara í verkfall og hverjir ekki - ÞETTA ER

BYLTING SEM ALLIR VERÐA AÐ TAKA ÞÁTT Í, lögreglumenn,

starfsfólk sjúkrahúsa, slökkviliðsmenn auk alls verkafólks.     Vopnuð bylting

kostar blóð og það verður þá blóð ungs hrausts fólks - þessi bylting getur líka

kostað mannslíf, á sjúkrahúsum, í eldsvoðum, o.v.  en hættan er minni ef stjórnvöld gefa sig fljótt sem þau gera ef allt stoppast!!!!

 

Aðal vandamálið er hvaða kröfur á að gera - þær þurfa að vera hnitmiðaðar og

stefna að því að:

1) Koma spillingarliðinu frá bæði á Alþingi, í stjórnsýslunni og ekki

síst í stjórnum banka og skilanefndum.

 

2) Aflétta bankaleynd strax með lögum og reyndar allri leynd því

hún er allsstaðar til skaða!

3) Afnema alla styrki til stjórnmálaflokka strax!

 

4) Setja lög sem skylda banka til að upplýsa um allar afskriftir

skulda og jafnframt banna að gjaldþrota fyrirtæki séu afhent fyrri

eigendum.   Lög þessi verði afturvirk til a.m.k. september 2008.  

 

5) Að öllum sem fengu kúlulán verði gert að greiða þau að fullu!

 

6) Að lögum um Eignarhaldsfélög verði breytt - afturvirkt að

sjálfsögðu - þannig að eigendur séu ávallt í bakábyrgð fyrir skuldum

þeirra!

 

7) Að skuldir verði stilltar af svo þær verði eins og þær voru t.d. í

mars janúar - fyrir hrun og áður en bankarnir byrjuðu að spila á

gengið!

 

 8)  Að boðað verði til kosninga t.d. í maí-júní 2010 svo nýjum

framboðum gefist enhver tími til að undirbúa framboð!

 

9) Að strax verði boðað verði til stjórnlagaþings, stjórnarskrá

endursamin og endurskipað á alla dómarastöður, bæði í hæstarétti

og undirrétti. Ekki er æskilegt að þingmenn og lögfræðingar sitja á

stjórnlagaþingi!

 

Þetta eru að sjálfsögðu bara mínar hugmyndir um kröfugerðina -

AÐALATRIÐIÐ ER  

 

BYLTING ÁN BLÓÐSÚTHELLINGA  -

 

ALLSHERJARVERKFALL

 

Ragnar Eiríksson


Gefa skít í Hafró!

Fréttirnar af mjög aukinni fiskigengd í Barentshafi þrátt fyrir að allar reglur frá norskum og rússneskum systurstofnunum hafi verið brotnar mörg undanfarin ár ættu að vekja ráðamenn hér af dvalanum - við þurfum að veiða meira og ráðleggingar HAFRÓ eru jafnvitlausar ef ekki vitlausari en hjá Norskum og Rússneskum kollegum þeirra.   

Nú á bara að auka kvótann um 50 - 100 %, selja veiðileyfi á vægu verði(t.d.50-70 kr/kg) á frjálsum markaði og með takmörkunum.   Sennilega ætti annað hvort að banna veiðar smábáta í janúar- mars eða banna þeim að fara út fyrir 3 sjómílur!

Það getur ekki verið rétt að yfirvernda fiskinn en ana áfram með virkjana- og álversframkvæmdir sem eru alla vega  ekki endurkræfar - með því er verið að selja okkur í ánauð.

Peningana sem inn koma á að nota til að endurkaupa kvótann af hinum svokölluðu kvótaeigendum svo þeir standi ekki eftir slippir og snauðir - AUMINGJARNIR!  

Drífa svo í að innkalla kvótann og banna harðlega alla veðsetningu á honum!!

 

Ragnar


Skoðun Ögmundar á skilyrtum lánveitingum Norðurnaldanna!

Mér finnst skrýtin sú skoðun Ögmundar að það sé skammarlegt af Norðurlöndunum að skilyrða lánveitingar og binda þær við lausn ICESAVE samninganna!      Nú er ég vissulega ekki vel inn í opinberum samskiptum þjóða en mér finnst mjög eðlilegt að þessar þjóðir vilji ekki lána peninga til þjóðar sem virðist enga stjórn hafa á sínum málum og  virðist ekki gera neitt til að ná hinum seku sem allir ganga lausir.    Þeir sjá jafn vel og við íslendingar að það hefur engum steinum enn verið velt við, ekkert er haldlagt af eignum, enginn fangelsaður og jafnvel sárafáir yfirheyrðirÞeir voru vitni að - og horfðu í forundran á íslenska ráðherra fara um heiminn og tala máli bankanna og mæra útrásarvitleysingana!   Og þeir hafa fengið það óþvegið frá stjórnmálamönnum og bloggurum hér.   Það gildir sjálfsagt í diplómatiskum samskiptum að menn blanda sér ekki í innanríkismál og því síður segja stjórnvöldum okkar það þeir séu fífl!  Hvernig var þá hægt að segja stjórnvöldum hér þetta á kurteislegan hátt?    Jú, með því að segja að við yrðum að ganga frá skuldum okkar fyrst t.d. semja um ICESAVE!   

 

Ragnar    

 


Hægt að opna inn- og útlánabækur Glitnis, Landsbanka og Straums strax?

 

    Það er einfalt má fyrir ríkisstjórnina að láta opinbera lánabækur og annað hjá gjaldþrota fjármálafyrirtækjum eins og t.d. Glitni og Landsbanka.      Þessi fyrirtæki uppfylla ekki kröfur laga um fjármálafyrirtæki og því getur og á FME að taka af þeim rekstrarleyfið.    Þar með eru þau bara gjaldþrota hlutafélög og falla sem slík ekki undir bankaleynd.     Hagsmunir almennings eru líka miklu meiri svo að hægt sé að una við svona leynimakk.      Því getur ríkisstjórn/fjármálaráðherra bara skipað FME að taka rekstrarleyfið af hræjunum en það virðist ekki hafa verið gert.     Síðan er fjármálaráðherra og FME í sjálfsvald sett hvað er opinberað!     Það er að vísu vont því heiðarleika þeirra má draga í efa.  Ég vil nefnilega ekki bara sjá bara stærstu lántakendurna heldur ekki síður hverjum öðrum, t.d. stjórnmalamönnum, bankastarfsmönnum og útgerðarmönnum var veitt fyrirgreiðsla og þá gegn hvaða veðum.     Það þarf ekki að opna einkareikninga fólks því í fæstum tilfellum hafa þeir verið notaðir í óeðlilegum tilgangi.

    Spurningin er svo bara hvort ríkisstjórnin stendur með þjóðinni um upplýsingagjöf eða vill leyna óhroðanum þar til ICESAVE -klafinn hefur verið samþykktur!     Það er ekki ólíklegt því óvinsældir samningsins mun aukast þegar óhroðinn sérstaklega í Landsbankanum kemur upp á yfirborðið.

Og svo er spurning hvort einhver mútumál þingmanna eru falin í lánabókunum? 

 Ragnar


Gjaldþrota banki er ekki banki lengur!

Í lögum um fjármálastofnanir (2002/161) stendur:

------------------------------

13. gr. Rekstrarform.
Fjármálafyrirtæki skal starfa sem hlutafélag. Um rekstrarform sparisjóða gilda ákvæði VIII. kafla.
14. gr. Hlutafé og stofnfé.
Hlutafé viðskiptabanka og lánafyrirtækis og stofnfé sparisjóðs, sbr. þó 77. gr., skal að lágmarki nema 450 milljónum króna en þó aldrei lægri fjárhæð en nemur jafnvirði 5 milljóna evra (EUR) í íslenskum krónum miðað við opinbert viðmiðunargengi (kaupgengi) eins og það er skráð hverju sinni.

 B. Afturköllun starfsleyfis.
9. gr. Ástæður afturköllunar.
Fjármálaeftirlitið getur afturkallað starfsleyfi fjármálafyrirtækis í heild eða að hluta:
   1. hafi fyrirtækið fengið starfsleyfið á grundvelli rangra upplýsinga eða á annan óeðlilegan hátt,
   2. fullnægi fyrirtækið ekki ákvæðum laga þessara um stofnfé, hlutafé, eigið fé eða fjölda stofnfjáreigenda,
   3. nýti fyrirtækið ekki starfsleyfið innan tólf mánaða frá því að það var veitt, afsali sér ótvírætt leyfinu eða hætti starfsemi í meira en sex mánuði samfellt,
   4. fullnægi hluthafar, stjórnarmenn og stjórnendur fyrirtækis ekki þeim hæfisskilyrðum sem fram koma í 42. og 52. gr.,
   5. sé um að ræða náin tengsl fjármálafyrirtækis við einstaklinga eða lögaðila með þeim hætti sem um getur í 18. gr.,
   6. [hafi ráðstafanir sem gripið hefur verið til á grundvelli ákvæða um inngrip Fjármálaeftirlitsins í eignir, réttindi og skyldur fjármálafyrirtækis skv. 100. gr. a ekki náð árangri eða hafi verið kveðinn upp úrskurður um slit fyrirtækisins skv. XII. kafla],1)
   7. brjóti fyrirtækið að öðru leyti alvarlega eða ítrekað gegn lögum þessum, reglum, samþykktum eða reglugerðum settum samkvæmt þeim.
Áður en til afturköllunar kemur skv. 1. mgr. skal fyrirtækinu veittur hæfilegur frestur til úrbóta sé unnt að koma úrbótum við að mati Fjármálaeftirlitsins.
[Þrátt fyrir afturköllun starfsleyfis skv. 6. tölul. 1. mgr. er [bráðabirgðastjórn, slitastjórn við slitameðferð fjármálafyrirtækis eða skiptastjóra við gjaldþrotaskipti á búi þess]2) heimilt, með samþykki og undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins, að annast áfram tiltekna leyfisbundna starfsemi að svo miklu leyti sem hún er nauðsynleg vegna bústjórnar og ráðstöfunar hagsmuna þrotabús.]3)

---------------------------------

Þegar banki verður gjaldþrota hlýtur hann sjálfkrafa að missa starfsleyfið sem banki frá FME og sú starfsemi sem skilanefndirnar stunda með leyfi FME t.d. rekstur gjaldþrota fyrirtækja sem fallið hafa til þrotabúsins eiga ekkert skylt við bankastarfsemi.   Því finnst mér að gjaldþrota banki sé bara gjaldþrota hlutafélag og um það gilda ekki lög um bankaleynd.

Þess vegna á bara að opna allt bókhald gömlu bankanna, þ.m.t. lánabækurnar svo við fáum að sjá hvað var um að vera í þessum fyrirtækjum.      Auðvitað koma þarna fram upplýsingar um fyrirtæki sem ekkert hafa til saka unnið en hvað skaðar það t.d. A.P.Möller Mærsk að það vitnist að þeir fengu lán frá Kaupþingi?    Það var vitað að rekstur AP Möller gengur illa þessa dagana svo þetta lán sætir engri undrun!    Hér verða meiri hagsmunir að ganga fyrir þeim minni! 

Sé þetta ekki rétt þá er það sjálfsögð krafa til Alþingis að það breyti lögum um fjármálafyrirtæki þannig að skýrt sé kveðið á um að gjaldþrota banki falli ekki undir bankaleynd, alla vega ekki lánabækur hans og skipting og eign á hlutafé en þessi atriði virðast skipta mestu máli.

Ragnar

 

 


Stjórnmálamenn - mútuþegar eða jafnvel fórnarlömb??

Hart er í heimi,

hórdómur mikill

skeggöld og skálmöld

.............

Ég man nú ekki meira úr þessari drápu en þetta er líka nóg og lýsir þeim Ragnarökum sem hér ganga yfir nokkuð vel!

Eitt spillingarmál eða hneykslismál á dag síðan hrunið varð er e.t.v. ofsagt en mörg eru þau á þeim 300 dögum sem liðnir eru frá hruninu.      Stærsta hneykslið finnst mér alltaf vera hvernig Geir H. Haarde og reyndar öll ríkisstjórnin tók á málum strax eftir hrunið - þ.e. tók ekki á málum og sagði og gerði hluti sem betur hefðu verið ósagðir og ógerðir!     Ég var ekki einusinni sammála "Guð blessi Ísland" hjá Geir - hann hefði frekar átt að segja "Guð hjálpi Íslandi"!!!!    En þeir afleikir eru allir búnir og verða ekki aftur teknir.     Nú eru hins vegar sífellt að koma upp ný og ný mál undan steinum sem ekki hefur mátt velta við og virðist sem markvisst hafi verið hindrað að þeim væri velt við!     Síðasta málið á þeim meiði er STÓRA KAUPÞINGSMÁLIÐ -  glærukynning á lánveitingum eða lánastöðu stærstu viðskiptavina Kaupþings rétt fyrir hrun - þar sem búið er að setja lögbann á birtingu upplýsinga í RUV.    Reyndar er sagt að það sé aðallega upplýsingarnar sem ekki hafa verið birtar og eru umfram það sem birtist á www.wikileaks.org sem lögbann er sett á en það eru sögusagnir enn.     Þetta er ekki ólíklegt því eins og bloggarinn Sigríður Lára Sigurjónsdóttir bendir á ( http:/siggaplebbi.blogspot.com/2009/08/login-sem-sysli-gleymdi.html ) þá virðist ekki vera lagaforsenda fyrir lögbanninu - nema e.t.v. að hluta (það eru þarna upplýsingar um lántakendur sem eru ekki hluthafar).

Þegar ég í dag rakst á athugasemd á blogginu þar sem "skattmann" bendir á frétt af Vísi 21. apríl, 2008 um að stjórnmálamenn hafi fengið óeðlilega fyrirgreiðslu í bönkum fékk ég að mér fannst staðfestingu á ljótum grun - að stjórmálamenn hafi þegið mútur.     Enn frekari staðfestingu fékk ég svo við lestur á bloggi Árna Snævarrs í dag.    Þar lýsir hann hvernig hann var rekinn af Stöð 2 fyrir að ætla að flytja fréttir af laxveiðiferð Geirs H. Haarde þá fjármálaráðherra í boði Kaupþings.     Ekki trúi ég að Árni Snævarr fari hér með fleipur og ekki trúi ég heldur að Vísir - og reyndar DV líka hafi ekki bakgrunn til að skrifa eins og gert er um sérstaka lánafyrirgreiðslu til stjórnmálamanna, ættingja þeirra og forkólfa lífeyrissjóða meðal annarra.      Laxveiðiferðir, utanlandsferðir og stórveislur í boði bankanna voru algengar benti einhver á.     Og þá var nú oft "glatt á Hjalla" og þá skeður margt óvænt.     Þarna benti einhver bloggari á að "þá voru teknar myndir"!!!!!!!!

Getur það verið að íslenskir stjórnmálamenn og ráðherrar hafi þegið mútur og það sé jafnvel verið að kúga (blackmail) þá til aðgerðarleysis meðan verið er að sópa einhverju undir teppið??????

Mér finnst hreint ekki eðlilegt hve allar rannsóknir á spillingarmálum ganga hægt og óvilji til aðgerða er augljós.   Af hverju situr ríkissaksóknari í embætti í óþökk allra?     Af hverju er sérstakur saksóknari nánast hættur að anda og segir að fara verði hægt, t.d í að haldleggja eignir -  ég held meira að segja að hann hafi borið Steingrím fyrir því og Steingrímur var þá nýbúinn að segja að hann skildi bara ekkert í af hverju heimildin væri ekki notuð!   Og loks í dag eru fjórir skilanefndarmenn, sem búið er að benda á í fleiri mánuði að væru vanhæfir látnir taka pokann sinn - en ekki vegna vanhæfis - nei sérþekking þeirra var ekki nauðsynleg lengur!!!  

Það má vel vera að hér sé of mikið sagt en tilefni til grunsemda eru ærin og einkennilegt er að þegar þúsundum milljarða er "stolið" skuli enginn þjófur finnast!     Það er þyngra en tárum taki!

Ragnar Eiríksson 


Hugsa lögreglumenn?????

Ég get nú ekki orða bundist eftir að hafa hlustað á lýsingu á eftirför logreglunnar á gráu Yarisbifreiðinni sem stolið var meðan eigandinn var inni að borga fyrir bensínáfyllinguna!      Sex lögreglubílar og mótorhjól elta frávita mann sem ekur á allt að 160 km hraða áleiðis upp í Hvalfjörð.      Eltingaleiknum líkur með að lögreglubíll keyrir á fórnarlambið til að þvinga það út af veginum.     Yarisinn ónýtur og þjófurinn á slasaður  á sjúkrahúsi.     Þetta er ekki fyrsta slysið sem lögreglan veldur með heimskulegri eftirför á manni sem augljóslega er vitstola.     Ég minnist svipaðs eltingaleiks fyrir nokkrum árum sem endaði með dauða þriggja - þar af tveggja alsaklausra vegfarenda, vegna algers hugsunarleysis lögreglunnar.    Það er ekkert til sem réttlætir eða afsakar þessa aðferðarfræði  og það ætti að gefa öllum lögreglumönnunum sem þátt tóku - og lögreglustjóranum í Reykjavík áminningu og senda þá í endurhæfingu og kenna þeim að hugsa!

 Það er ekki allt fengið með að góma þjófinn - stundum á að bíða betra færis!

Þetta skekur hug minn því hér á ég um sárt að binda!

Ragnar Eiríksson


Hver er munurinn á niðurfellingu skulda og kennitöluflakki?

Þó ég hafi nú nánast gefist upp á að blogga þar sem allt sem skeð hefur, hefur gengið svo fram af mér að ég er orðinn orðlaus, þá langar mig til að koma með eina eða tvær spurninga til þeirra sem vit hafa á!

Nýlega kom fram að Stím-feðgarnir væru að stofna nýtt félag/fyrirtæki á nýrri kennitölu og þangað flyttust eignir gamla félagsins en skuldirnar lægju eftir í gamla fyrirtækinu.    Þetta var að þeirra sögn gert með samþykki og velvild bankanna Nýja Landsbankans og Íslandsbanka.     Ég gef mér þá að þessir bankar séu kröfueigendur skuldanna í gamla félaginu. 

Hver er munurinn á að fella bara niður skuldirnar á þeim Stím-feðgum eða félaginu þeirra og því að láta þá stofna nýtt félag um eignirnar en gamla félagið, eignalaust og stórskuldugt fellur til bankanna við gjaldþrot????   Er einhver annar möguleiki í stöðunni?

Á ekki að ríkja jafnrétti og má ég þá ekki ætla að mér verði vel tekið í Landsbankanum þegar ég fer fram á að fá að skipta um kennitölu og flytja húseignina með mér en skilja lánin eftir á gömlu kennitölunni???   Svo eignast bankinn skuldina þegar "Ragnar gamli" borgar ekki af henni - þetta eru reyfarakaup fyrir hann því skuld er eign og þjóðin borgar - eða svoleiðis!

Nei - þetta er ekki fyndið - ég er bara gráti nær þegar ég velti þessu rugli fyrir mér!!      Eru virkilega nánast allir glæpamenn og þjófar í þessu guðsvolaða landi? 

 Ég var að lesa blöggfærslu Láru Hönnu "Draumsýn einfeldningsins, http://larahanna.blog.is/blog/larahanna

Sem vænta mátti er þar yfirgripsmikill fróðleikur m. a. um kennitöluflakk sem sérvaldir njóta.     Það sem fór þó mest fyrir brjóstið á mér er andsk. gorgeirinn í þeim Stím feðgum þar sem viðtalinu við Jakob lýkur á setningunni: "Jakob segir hins vegar að eftir kennitölubreytinguna standi rekstur félags þeirra feðga ágætlega þrátt fyrir allt" !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!  Allt hvað???!  

Ja hérna, gengur bara vel þegar búið er að fella niður 19 milljarða skuldir eða hvað það nú var og liðnir heilir 4 mánuðir.    Geta menn orðið æru- og ábyrgðar- og samviskulausari en þetta!!!!

Þvílíkt djöfuls ógeðs fólk þarna allt um kring!

 

Með kveðju til heiðarlegra íslendinga!

 Ragnar Eiríksson

 


Um bloggið

Ragnar Eiríksson

Höfundur

Ragnar Eiríksson
Ragnar Eiríksson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband