Hver er munurinn á niðurfellingu skulda og kennitöluflakki?

Þó ég hafi nú nánast gefist upp á að blogga þar sem allt sem skeð hefur, hefur gengið svo fram af mér að ég er orðinn orðlaus, þá langar mig til að koma með eina eða tvær spurninga til þeirra sem vit hafa á!

Nýlega kom fram að Stím-feðgarnir væru að stofna nýtt félag/fyrirtæki á nýrri kennitölu og þangað flyttust eignir gamla félagsins en skuldirnar lægju eftir í gamla fyrirtækinu.    Þetta var að þeirra sögn gert með samþykki og velvild bankanna Nýja Landsbankans og Íslandsbanka.     Ég gef mér þá að þessir bankar séu kröfueigendur skuldanna í gamla félaginu. 

Hver er munurinn á að fella bara niður skuldirnar á þeim Stím-feðgum eða félaginu þeirra og því að láta þá stofna nýtt félag um eignirnar en gamla félagið, eignalaust og stórskuldugt fellur til bankanna við gjaldþrot????   Er einhver annar möguleiki í stöðunni?

Á ekki að ríkja jafnrétti og má ég þá ekki ætla að mér verði vel tekið í Landsbankanum þegar ég fer fram á að fá að skipta um kennitölu og flytja húseignina með mér en skilja lánin eftir á gömlu kennitölunni???   Svo eignast bankinn skuldina þegar "Ragnar gamli" borgar ekki af henni - þetta eru reyfarakaup fyrir hann því skuld er eign og þjóðin borgar - eða svoleiðis!

Nei - þetta er ekki fyndið - ég er bara gráti nær þegar ég velti þessu rugli fyrir mér!!      Eru virkilega nánast allir glæpamenn og þjófar í þessu guðsvolaða landi? 

 Ég var að lesa blöggfærslu Láru Hönnu "Draumsýn einfeldningsins, http://larahanna.blog.is/blog/larahanna

Sem vænta mátti er þar yfirgripsmikill fróðleikur m. a. um kennitöluflakk sem sérvaldir njóta.     Það sem fór þó mest fyrir brjóstið á mér er andsk. gorgeirinn í þeim Stím feðgum þar sem viðtalinu við Jakob lýkur á setningunni: "Jakob segir hins vegar að eftir kennitölubreytinguna standi rekstur félags þeirra feðga ágætlega þrátt fyrir allt" !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!  Allt hvað???!  

Ja hérna, gengur bara vel þegar búið er að fella niður 19 milljarða skuldir eða hvað það nú var og liðnir heilir 4 mánuðir.    Geta menn orðið æru- og ábyrgðar- og samviskulausari en þetta!!!!

Þvílíkt djöfuls ógeðs fólk þarna allt um kring!

 

Með kveðju til heiðarlegra íslendinga!

 Ragnar Eiríksson

 


Bloggfærslur 13. júlí 2009

Um bloggið

Ragnar Eiríksson

Höfundur

Ragnar Eiríksson
Ragnar Eiríksson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband