5.8.2009 | 13:47
Skoðun Ögmundar á skilyrtum lánveitingum Norðurnaldanna!
Mér finnst skrýtin sú skoðun Ögmundar að það sé skammarlegt af Norðurlöndunum að skilyrða lánveitingar og binda þær við lausn ICESAVE samninganna! Nú er ég vissulega ekki vel inn í opinberum samskiptum þjóða en mér finnst mjög eðlilegt að þessar þjóðir vilji ekki lána peninga til þjóðar sem virðist enga stjórn hafa á sínum málum og virðist ekki gera neitt til að ná hinum seku sem allir ganga lausir. Þeir sjá jafn vel og við íslendingar að það hefur engum steinum enn verið velt við, ekkert er haldlagt af eignum, enginn fangelsaður og jafnvel sárafáir yfirheyrðir. Þeir voru vitni að - og horfðu í forundran á íslenska ráðherra fara um heiminn og tala máli bankanna og mæra útrásarvitleysingana! Og þeir hafa fengið það óþvegið frá stjórnmálamönnum og bloggurum hér. Það gildir sjálfsagt í diplómatiskum samskiptum að menn blanda sér ekki í innanríkismál og því síður segja stjórnvöldum okkar það þeir séu fífl! Hvernig var þá hægt að segja stjórnvöldum hér þetta á kurteislegan hátt? Jú, með því að segja að við yrðum að ganga frá skuldum okkar fyrst t.d. semja um ICESAVE!
Ragnar
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ragnar Eiríksson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er alveg sammála þér Ragnar, maður lánar ekki manni sem er með allt niður um sig peninga nema hann geri grein fyrir því hvernig hann higgist halda á málunum
Eyjólfur G Svavarsson, 5.8.2009 kl. 14:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.