ALLSHERJARVERKFALL - bylting án blóðsúthellinga!

     Nú þarf að fara að bretta upp ermar því augljóst er að það er allt að fara til

fjandans.   Jóhanna og Gylfi sögðu nýverið að þau hefðu engin ráð til að hafa

áhrif á hvað SKILANEFNDIRNAR  annað bankafólk hefði í laun - nefndir og ráð

sem þau skipuðu.  Jóhanna sagðist vera "alveg hissa" þegar hún horfði á

sjónvarpið og frétti af  spillingunni og óstandinu í bönkunum!    Er hægt að

vera meira vanhæfur og ráðalaus en þessi ríkisstjórn virðist vera!      

 

ÞAÐ ER KOMINN TÍMI Á ÞETTA FÓLK en með venjulegum

aðferðum náum við engum árangri.

 

Eina færa leiðin til að gera byltingu án blóðsúthellinga er

ALLSHERJARVERKFALL!  Ef allir eru með mun það hrífa á 2-4 dögum.    Þetta er

ekki spurning um hverjir mega fara í verkfall og hverjir ekki - ÞETTA ER

BYLTING SEM ALLIR VERÐA AÐ TAKA ÞÁTT Í, lögreglumenn,

starfsfólk sjúkrahúsa, slökkviliðsmenn auk alls verkafólks.     Vopnuð bylting

kostar blóð og það verður þá blóð ungs hrausts fólks - þessi bylting getur líka

kostað mannslíf, á sjúkrahúsum, í eldsvoðum, o.v.  en hættan er minni ef stjórnvöld gefa sig fljótt sem þau gera ef allt stoppast!!!!

 

Aðal vandamálið er hvaða kröfur á að gera - þær þurfa að vera hnitmiðaðar og

stefna að því að:

1) Koma spillingarliðinu frá bæði á Alþingi, í stjórnsýslunni og ekki

síst í stjórnum banka og skilanefndum.

 

2) Aflétta bankaleynd strax með lögum og reyndar allri leynd því

hún er allsstaðar til skaða!

3) Afnema alla styrki til stjórnmálaflokka strax!

 

4) Setja lög sem skylda banka til að upplýsa um allar afskriftir

skulda og jafnframt banna að gjaldþrota fyrirtæki séu afhent fyrri

eigendum.   Lög þessi verði afturvirk til a.m.k. september 2008.  

 

5) Að öllum sem fengu kúlulán verði gert að greiða þau að fullu!

 

6) Að lögum um Eignarhaldsfélög verði breytt - afturvirkt að

sjálfsögðu - þannig að eigendur séu ávallt í bakábyrgð fyrir skuldum

þeirra!

 

7) Að skuldir verði stilltar af svo þær verði eins og þær voru t.d. í

mars janúar - fyrir hrun og áður en bankarnir byrjuðu að spila á

gengið!

 

 8)  Að boðað verði til kosninga t.d. í maí-júní 2010 svo nýjum

framboðum gefist enhver tími til að undirbúa framboð!

 

9) Að strax verði boðað verði til stjórnlagaþings, stjórnarskrá

endursamin og endurskipað á alla dómarastöður, bæði í hæstarétti

og undirrétti. Ekki er æskilegt að þingmenn og lögfræðingar sitja á

stjórnlagaþingi!

 

Þetta eru að sjálfsögðu bara mínar hugmyndir um kröfugerðina -

AÐALATRIÐIÐ ER  

 

BYLTING ÁN BLÓÐSÚTHELLINGA  -

 

ALLSHERJARVERKFALL

 

Ragnar Eiríksson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Gott mál.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 21.2.2010 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ragnar Eiríksson

Höfundur

Ragnar Eiríksson
Ragnar Eiríksson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband